Upplýsingasími er 5 78 78 88
Geislaslípaðir demantar.Geislaslípaði demanturinn er rétthyrningur eða ferningur með beinum hliðum og slípuðum hornum. Hann er með 62 til 70 fleti. Geislademantar eru oftast notaðir sem miðsteinar í hringum og einnig í hálsmenum. Þeir eru sjaldan notaðir í eyrnalokka eða sem hliðarsteinar, því að það er erfitt að finna tvo nákvæmlega eins steina. Til að finna tvo nákvæmlega samhverfa steina getur þurft að leita í hundruðum steina og endurslípa þá tvo steina saman.
Emeraldslípaðir (smaraðgsslípaðir) demantar.Emeraldslípaður demantur er venjulega rétthyrningslagaður. Flötu plönin á vænghliðum steinsins gefa svigrúm fyrir breytilega lögun til hliðanna. Dæmigerð slíping hliðanna gæti verið tvær eða þrjár hliðar-baguettur (stafform), tveir hálfmánar og aðrir smærri emeraldar, en ekki trillur eða fjölfletir, því að leiftur þeirra lætur miðsteininn líta út fyrir að vera of flatan. Hlutfall milli lengdar og breiddar á emeraldslípuðum demanti á að vera milli 1,5:1 og 1,75:1.
Perulagaðir demantar.Perulaga demanturinn er byggður á hefðbundnum útlínum kringlótta brilljantslípaða demantsins. Í perulaga demöntum er lengdar-breiddar hlutfallið fremur en í öðrum frjálsum slípunarformum byggt á einstaklingsbundnum smekk. Vegna þess að perudemantar kunna að vera notaðir í trúlofunarhringa, sem samstæður í hálsfestar, dinglur í eyrnalokka eða burðarásar við venjubundna hönnun, er álitið að æskilegt sé að hafa sem best úrval af steinum með ýmsu lagi. Dæmigerður perulaga demantur er með 58 fleti.
Hjartalaga demantar.Fullkomin rómantík fyrir hin einstöku tilefni. Sjálfkjörinn steinn til að fullkomna hápunkta lífsins. Hjartalagaði demanturinn er kjörgripurinn fyrir Valentínusardaginn. Venjulega er breidd steinsins 10% meiri en hæðin.
Asscher slípaðir demantar.Asscher slípunin er umbreytt ferningslaga Emeraldslípun sem einkennist af minna borði og stærri tröppufleti en Emeraldslípunin. Helsta einkenni Asscher steinsins er að hornin eru þverslípuð, sem gefur steininum áhrifamikið yfirbragð. Steinninn hefur venjulega háa krónu og dýpri keilu. Vegna þess hversu há krónan er og borðið smátt, hefur Asscher slípunin meiri birtu og eld en Emeraldslípunin. Þeir sem fást við viðskipti með gömul setur og fornmuni sækjast eftir Asscher steinum til að endurbæta eða endurnýja gamla skartgripi og skrautmuni. Eftirspurn eftir Asscher steinum er meiri en framboðið, einkum með auknum vinsældum ferningsslípaðra demanta og trúlofunarhringa í antík stíl, en lítill verðmunur er á gömlum Asscher steinum og þeim sem eru nýslípaðir.
Púðaslípaðir demantar.Þróun púðaslípunarinnar á rætur sínar að rekja til “Slípunar gömlu námunnar” sem varð til fyrir aldamótinn 1900. Púðaslípunin er fernings til rétthyrningslaga með afrúnnuðum hornum og 58 brilljantflötum. Minnir lagið á steininum á púða, og fær hann nafn sitt af því. Núverandi vinsældir púðaslípaðra demanta hófust fyrir nokkrum árum og hafa farið ört vaxandi og hönnuðir og fornmunasalar nota þá í talsverðum mæli. Púðaslípaðir demantar taka sig einstaklega vel út í skartgripum í antík stíl, og eru því kjörinn valkostur fyrir þá sem eru að leita að hring í þeim stíl.
Demantar.is I Pósthússtræti 13 I 101 Reykjavík I Sími 5 78 78 88